COSI sauna

COSI sauna

Saunahúsin okkar eru uppseld í bili. Tökum við sérpöntunum, tryggðu þér eintak í tæka tíð.

Verð 2.200.000

Gufubaðið kemur fullbúið og einangrað. Útveggir eru brenndir með japanski Yakisugi aðferð sem gerir endingu viðarins mun lengri og nánast viðhaldsfría.

Gufubaðið er viðarkynt með öflugri Harvia kamínu.

Vegna traustrar undirstöðu er auðvelt að flytja það hvert sem er og jafnvel oftar en einu sinni. 

Tekur allt að 6 manns í sæti.

Ytri mál: hæð 2,7m, breidd 2,4m, lengd 2,4m.
Innri mál: hæð 2,1m, breidd 2,05m, dýpt 2,15m.

Gólfbjálkar eru úr þrýstimeðhöndluðu C24 flokkuðu timbri.
Vegggrind og loftbjálkar eru úr C24 flokkuðu timbri.

Veggir og þak eru einangruð með 10 cm þykkri Steinull og þak er einangrað með 15cm Steinull.

UV -ónæm vindeinangrunarfilma er notuð yfir einangrun að utan og álklæðning er notuð yfir einangrun að innan. 

EPDM klæðning á þaki og loftræsting.

Efri gufubaðsbekkurinn er 65 cm breiður (með innbyggðri LED lýsingu)
Neðri bekkurinn er 48cm breiður. Slökkvari fyrir lýsingu er hreyfiskynjari falinn undir klæðningu á vegg. 

Tvöfalt hert gler í glugga og hurð. Kemur tilbúin til notkunar. Eina sem þarf að gera er að raða steinunum í kamínu, koma fyrir eldivið í kamínu og kveikja upp. Stinga klefanum í samband við að fá yndislega notalega og rómantíska birtu. 

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlega hafið samband með því að fylla út formið hér - https://www.cosi.is/pages/contact
 
 
Aftur á blogg